Heimför

eBook

Icelandic language

Published 2017 by JPV.

ISBN:
978-9935-11-768-7
Copied ISBN!

View on OpenLibrary

5 stars (1 review)

Systrunum Effiu og Esi auðnaðist aldrei að hittast í lifanda lífi. Báðar fæddust þær í Afríku á átjándu öld þegar þrælasalan á Gullströndinni stóð sem hæst. Önnur varð eiginkona þrælakaupmanns í heimalandinu; hin var seld til Ameríku. Við fylgjum þeim og afkomendum þeirra, sjö kynslóðum, í blíðu og stríðu allt til dagsins í dag.

Yaa Gyasi sló rækilega í gegn með þessari fyrstu bók sinni. Hún dregur upp áhrifamikla mynd af örlögum heillar þjóðar þar sem fjölskyldur eiga stöðugt á hættu að tvístrast og glata öllu sem þær eiga. Stríð, þrældómur, fangelsun – og hörmungar í einkalífi – skilja ástvini að og setja mark sitt á tilveruna. En Heimför er líka saga um óbilandi baráttu í hörðum heimi, um það hvernig miskunnarlaus minningin um ánauð greypist inn í innstu sálarkima manneskjunnar og verður henni ævarandi fjötur − eða hvatning til betra lífs. --forlagid.is

27 editions